Ungur maður stunginn til bana í Danmörku

Ungur maður var stunginn til bana með hnífi í Norður-Sjálandi …
Ungur maður var stunginn til bana með hnífi í Norður-Sjálandi í gærkvöld. Ljósmynd/Vefur lögreglunnar

24 ára karlmaður var stunginn til bana með hnífi í Birkerød í Norður-Sjálandi í Danmörku seint í gærkvöld.

TV2 greinir frá þessu en hinn látni er danskur ríkisborgari og var þekktur af lögreglunni. Engin vitni voru að hnífstunguárásinni og hefur lögreglan á Norður-Sjálandi óskað eftir vitnum. 

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

„Við erum að leita að vitnum sem sáu eitthvað á svæðinu í kringum Søndervangshallen í Birkerød um klukkan 23,“ segir David Buch, varðstjóri hjá lögreglunni á Norður-Sjálandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka