Úrhellisrigningar hafa valdið flóðum í bæjum og á vegum í nokkrum hlutum í austurhluta Spánar og hefur óveðrið hingað til kostað að minnsta kosti 51 manns lífið.
Tala látinna hefur aukist í morgun en björgunarstarf stendur yfir á mörgum svæðum. Margir eru fastir á heimilum sínum vegna flóða í ám. Eins er saknað í Valencia og sex í bænum Letur sem er 80 kílómetrum vestur af Alabete.
Yfirvöld í Valencia-héraði biðja fólk um að forðast óþarfa ferðir bæði vegna eigin öryggis og til að auðvelda aðgang björgunarmanna en um 200 millimetra rigning hefur fallið á sumum svæðum í Valencia. Hlutar Valenciu-héraðs eru án rafmagns.
Neyðarástandið í þeim hluta Spánar sem hefur orðið fyrir áhrifum hefur leitt til þess að yfirvöld hafa beðið herinn um aðstoð og hafa nokkur hundruð hermenn komið frá stórborgum eins og Sevilla og Madríd til að aðstoða björgunarmenn á staðnum.
Einnar mínútu þögn varð gerð við upphaf þingfundar á spænska þinginu í morgun til að minnast fórnarlambanna.
Lo de Valencia deja de ser grave para pasar a ser trágico.
— Josema Vallejo (@JosemaVallejo) October 29, 2024
El canal 24h hablando de "la cultura" y el "balón de oro" en lugar de dar información en directo.
El presidente paseando en la India.
Los servicios de emergencia jugándose la vida y los ciudadanos sufriendo.
Recemos. pic.twitter.com/DoeTzkBHqt