Mannskæðustu flóð í nær þrjá áratugi

Maður gengur um götu í Picanya nálægt Valencia.
Maður gengur um götu í Picanya nálægt Valencia. AFP

Tala látinna í flóðunum í Valenciu-héraðinu í suðausturhluta Spánar heldur áfram að hækka og nú hafa verið staðfest 62 dauðsföll.

Þetta eru mannskæðustu flóð á Spáni síðan í ágúst 1996 þegar 86 létust í norðausturhluta Aragon nálægt Pýreneafjöllum sem liggja að Frakklandi.

Veðurfræðingar segja að óveðrið stafi af köldu lofti sem gekk yfir hlýtt Miðjarðarhafið en það hafi framkallað mikil rigningarský. 

Búist er við því að rigningin haldi áfram að minnsta kosti fram á fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka