Íslendingar ættu að halda upp á hrekkjavöku

Liz ræddi við mbl.is.
Liz ræddi við mbl.is. mbl.is/Hermann

Hrekkjavakan er svo skemmtileg að Íslendingar ættu að halda upp hátíðina eins og Bandaríkjamenn.

Þetta segir Liz Barnidge, Bandaríkjamaður í Arlington í Virginíu, sem stendur í ströngu við að gefa hinum ýmsu kynjaverum nammi.

„Þetta er stærra en alls staðar annars staðar í hverfinu. Við fáum eflaust um 1.800 manns í grikk eða gott,“ segir Liz í samtali við blaðamann á vettvangi.

Fólk er greinilega búið að leggja mikinn metnað í skreytingar.
Fólk er greinilega búið að leggja mikinn metnað í skreytingar. mbl.is/Hermann
Fólk beið í röðum eftir því að fá nammi.
Fólk beið í röðum eftir því að fá nammi. mbl.is/Hermann

Gaman fyrir fullorðna líka

Liz er í götunni Jackson og þar er varla þverfótað fyrir fólki. Fólk er búið að klæða sig upp í skemmtilegum búningum og íbúar hafa lagt mikinn metnað í að skreyta húsin.

Sums staðar á Íslandi er haldið upp á hrekkjavökuna, en þó ekki alls staðar.

Ættu Íslendingar að halda upp á hrekkjavökuna eins og Bandaríkjamenn gera?

„Já, ég held að þetta sé mjög gaman fyrir börnin og fyrir fullorðna. Þetta er ein stór veisla,“ segir Liz og bætir við:

„Sérstaklega í aðdraganda kosninga, sem geta verið mjög streituvaldandi.“

Hún er auðvitað að vísa í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem verða haldnar á þriðjudaginn.

Þetta væri nú ekki hrekkjavaka ef það væri engin beinagrind.
Þetta væri nú ekki hrekkjavaka ef það væri engin beinagrind. mbl.is/Hermann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert