Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, heimsótti neyðarsamhæfingarstöð í Valencia héraði í dag en hamfaraflóð riðu yfir svæðið í gær með þeim afleiðingum að nálægt 100 manns létust og fjölmargra en enn saknað.
Sánchez boðaði í gær þriggja daga þjóðarsorg vegna náttúruhamfaranna en hann hvetur fólk á flóðasvæðum að til að halda sig heima og minnir fólk á að neyðarástandinu sé ekki lokið. Enn er varað við mikilli rigningu á sumum flóðasvæðum og eru veðurviðvaranir enn í gildi.
„Núna er mikilvægast að bjarga sem flestum mannslífum,“ segir forsætisráðherrann sem þakkaði starfsmönnum neyðarþjónustunnar og áréttaði að stjórnvöld muni aðstoða fólk á Valencia svæðinu eins lengi og nauðsyn er á með öllum mögulegum úrræðum.
Maria Jose Catala, borgarstjóri í Valencia, greindi frá því í dag að níu lík hafi fundist í bílskúr í La Torre-hverfinu og að eitt fórnarlambanna væri lögreglumaður frá staðnum.