Dómshúsinu í Valencia breytt í líkhús

Fólk við hreinsunarstörf í bænum Massanassa á Valencia-svæðinu.
Fólk við hreinsunarstörf í bænum Massanassa á Valencia-svæðinu. AFP

Tala látinna af völdum verstu flóða á Spáni í manna minum er komin í 205 og er óttast að talan eigi eftir að hækka verulega þar sem margra en enn saknað.

Staðfest hefur verið að 202 hafi fundist látnir í Valencia-héraði og þá létust tveir í Castilla á La Mancha svæðinu og einn í Andalúsíu. Dómshúsinu í Valencia-borg hefur verið breytt í líkhús.

Varnarmálaráðuneyti Spánar hefur sent 500 hermann til viðbótar á svæðið sem verst hefur orðið fyrir barðinu á hamfaraflóðunum en áður höfðu 1.200 verið sendir til aðstoðar við björgunarstörf og hreinsunaraðgerðir.

50 handteknir fyrir þjófnað

Björgunaraðilar eru með 400 farartæki, 20 þyrlur, 18 dróna og 50 hunda sem er notað er við björgunarstörfin. Her hundraða sjálfboðaliða lagði af stað frá Valencia í dag vopnaður skóflum, fötum og innkaupakerrum hlöðnum mat og bleyjum til að aðstoða nauðstadda nágranna í úthverfum borgarinnar sem eru undir flóðum.

Talið er að 75 þúsund manns séu enn án rafmagns á Valencia-svæðinu og þá eru margir vegir á svæðinu farnir í sundur og skemmdir hafa orðið á járnbrautarteinum sem hefur orðið til þess að lestarsamgöngur hafa farið úr skorðum.

Lögregluyfirvöld greindu frá því í dag að 50 hafi verið handteknir fyrir þjófnað úr verslunum og úr bílum sem liggja eins og hráviður vítt um breitt um flóðasvæðið.

Frá bænum Alfafa þar sem mikil eyðilegging hefur átt sér …
Frá bænum Alfafa þar sem mikil eyðilegging hefur átt sér stað af völdum flóðanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka