Eftirlýstur morðingi tveggja manna fannst látinn

Lögreglan í Austurríki.
Lögreglan í Austurríki. AFP

Roland Drexlerm sem er eftirlýstur fyrir morð á tveimur mönnum í Austurríki og hefur verið leitað ákaft síðustu dagam fannst látinn.

Lögreglan staðfesti þetta á samfélagsmiðlinum X. Boðað hefur verið til fréttamannafundar síðar í dag vegna málsins.

Tveir menn voru skotnir til bana í norðurhluta Austurríkis á mánudaginn. Annar þeirra var borgarstjóri í smábænum Kirchberg ob der Donau.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert