TGI Fridays gjaldþrota

Húsnæði á vegum TGI Fridays í Dallas-borg í Texas í …
Húsnæði á vegum TGI Fridays í Dallas-borg í Texas í Bandaríkjunum. Skjáskot/Google maps

Bandaríska veitingakeðjan TGI Fridays hefur lýst yfir gjaldþroti í Texas-ríki samkvæmt svokölluðum 11. kafla.

Í yfirlýsingu fyrirtækisins sagði að veitingastaðirnir í Bandaríkjunum og erlendis yrðu áfram opnir á meðan fyrirtækið endurskipuleggur sig með það að markmiði „að tryggja langtíma hagkvæmni vörumerkisins“.

TGI Fridays Inc., sem hefur lýst yfir gjaldþroti, á og rekur 39 veitingastaði víðs vegar um Bandaríkin. 

Gjaldþrotið nær ekki til 56 sérleyfisstaða TGI Fridays í Bandaríkjunum og 40 öðrum löndum þar sem þeir eru í sjálfstæðri eigu. 

Í yfirlýsingunni er haft eftir Rohit Manocha stjórnarformanni að aðgerðirnar séu erfiðar en nauðsynlegar til að vernda hagsmunaaðila. 

Manocha sagði heimsfaraldurinn og fjármagnsskipan fyrirtækisins vera aðalástæður fjárhagsvanda þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert