Bandaríska veitingakeðjan TGI Fridays hefur lýst yfir gjaldþroti í Texas-ríki samkvæmt svokölluðum 11. kafla.
Í yfirlýsingu fyrirtækisins sagði að veitingastaðirnir í Bandaríkjunum og erlendis yrðu áfram opnir á meðan fyrirtækið endurskipuleggur sig með það að markmiði „að tryggja langtíma hagkvæmni vörumerkisins“.
TGI Fridays Inc., sem hefur lýst yfir gjaldþroti, á og rekur 39 veitingastaði víðs vegar um Bandaríkin.
Gjaldþrotið nær ekki til 56 sérleyfisstaða TGI Fridays í Bandaríkjunum og 40 öðrum löndum þar sem þeir eru í sjálfstæðri eigu.
Í yfirlýsingunni er haft eftir Rohit Manocha stjórnarformanni að aðgerðirnar séu erfiðar en nauðsynlegar til að vernda hagsmunaaðila.
Manocha sagði heimsfaraldurinn og fjármagnsskipan fyrirtækisins vera aðalástæður fjárhagsvanda þess.