Íranir heita hefndum

Palestínsk börn á leið að fá seinni skammtinn af bóluefni …
Palestínsk börn á leið að fá seinni skammtinn af bóluefni fyrir mænusótt fyrir utan Abdel Aziz Rantissi-spítalann í Gasaborg í gær. AFP/Omar al-Qattaa

Leiðtogi Írans heitir hefndum fyrir árás Ísraelshers á heilsu­gæslu­stöð í norður­hluta Gasa í gær. 

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) greindi frá því að fjög­ur börn hefðu verið meðal sex ein­stak­linga sem særðust í loft­árásinni þar sem bólu­setn­ing­ar við mænu­sótt eru um þess­ar mund­ir fram­kvæmd­ar.

„Óvinirnir, bæði Bandaríkin og síonistastjórnin, ættu að vita að þeir eiga von á hörðum viðbrögðum,“ sagði æðsti klerk­ur­ Írans, Ali Khameini. 

26. október gerði Ísraelsher árás á hernaðarleg skotmörk í Íran. Fjórir hermenn létu lífið. Árásin var viðbragð við árás Írans 1. október þar sem rúmlega 200 flugskeytum var skotið á loft. 

Ísraelsmenn hafa varað Írani við því að bregðast við árásinni sem var gerð 26. október. Sérfræðingar segja að Ísrael hafi valdið miklum skaða á loftvörnum og vopnabúri Írana með árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka