Maður stunginn til bana á Jótlandi

Danska lögreglan.
Danska lögreglan. Vefur lögreglunnar

Maður var stunginn til bana í Fjerritslev í Danmörku í morgun samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Norður-Jótlandi.

Politiken greinir frá en 29 ára gamall karlmaður varð fyrir nokkrum stungusárum og lést. Tveir menn hafa verið handteknir. Annar er ákærður í málinu en lögreglan hefur ekki enn upplýst hvaða hlutverki hinn gegndi.

Auk þess grunar lögreglan tvo sem nú er leitað vegna málsins. Um er að ræða 24 ára gamla konu og 45 ára gamlan karlmann.

„Við vitum hver þau eru. Þannig að ég hvet þau til að hafa samband við lögregluna,“ segir Niels Kronborg aðstoðarlögreglustjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert