Moldóvar horfa til Evrópu

Núverandi forseti Moldóvu, Maia Sandu.
Núverandi forseti Moldóvu, Maia Sandu. AFP/Daniel Mihailescu

Forseti Moldóvu, Maia Sandu, hrósar sigri í forsetakosningunum þar í landi.

Alexandr Stoianoglo, sem studdur er af sósíalistum sem eru hliðhollir Rússum, hafði naumt forskot á Maiu þegar 88% atkvæða voru talin.

Voru kosningarnar afar spennandi og ekki ljóst hver myndi bera sigur úr býtum fyrr en undir lokin.

Seinni umferð forsetakosninga í Móldóvu var haldin í dag.

Lítill munur hefur verið á fylgi þeirra í skoðanakönnunum en Rússar hafa verið sakaðir um að reyna að hafa áhrif á kosningarnar.

Aleksandr Stoianoglo eftir að hann kaus í Chisinau í Moldóvu …
Aleksandr Stoianoglo eftir að hann kaus í Chisinau í Moldóvu í dag. AFP/Daniel Mihailescu

Hlynnt Evrópusambandsaðild

Kosningarnar eru af mörgum taldar snúast um hvort að Moldóvar vilji frekari tengsl við Rússa eða Evrópusambandið í framtíðinni.

Maia Sandu er hlynnt inn­göngu í Evrópusambandið og sótti um aðild að sam­band­inu þegar Rúss­ar réðust inn í Úkraínu. Samn­ingaviðræður hóf­ust í júní á þessu ári.

50,46% Moldóva kusu með Evr­ópu­sam­bandsaðildinni í þjóðar­at­kvæðagreiðslu sem var hald­in sam­hliða fyrri umferðinni í for­seta­kosn­ing­um í land­inu 20. október. 49,54% kusu gegn aðildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert