Veðurstofa Spánar hefur gefið út rauða viðvörun vegna úrhellisrigningar sem spáð er í kvöld á hamfarasvæðinu á Spáni. Spáð er allt að níu sentímetra rigningu á einni klukkustund.
Íbúar Valencia-héraðs hafa verið beðnir um að vera heima hjá sér í kvöld á meðan veðrið gengur yfir.
Er fyrstu droparnir féllu í kvöld sáust lögreglumenn í Valencia nota gjallarhorn til þess að segja íbúum að fara til síns heima, að sögn blaðamanns AFP.
Búið er að staðfesta 217 dauðsföll vegna flóða á Spáni.