„Evrópa mun þurfa að endurskoða stuðning sinn við Úkraínu ef Donald Trump verður kjörinn forseti Bandaríkjanna.“
Þetta segir Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í samtali við Reuters-fréttastofuna en Orban er dyggur stuðningsmaður Trumps og vonar að hann hafi betur í baráttunni við Kamölu Harris í baráttunni um embætti forseta Bandaríkjanna.
Orban er á móti hernaðaraðstoð við Úkraínu og hefur haldið því fram að hann telji að Trump deili skoðunum sínum og muni geta komið á friðarsamningi milli Rússlands og Úkraínu.
„Evrópa getur ekki borið byrðarnar sjálf og ef Bandaríkin breytast í að vilja frið þá verðum við að aðlagast,“ segir Orban.
Orban hefur reitt ráðamenn Evrópusambandsins til reiði með nánum tengslum sínum við Rússland og andstöðu við aðstoð við Úkraínu.