Tala látinna heldur áfram að hækka

Let­izia Spánardrottn­ing ræðir við fólk í Paiporta í dag.
Let­izia Spánardrottn­ing ræðir við fólk í Paiporta í dag. AFP

Leit að fólki sem enn er saknað í Valencia-héraði eftir hamfaraflóðin fyrr í vikunni heldur áfram og hafa almannavarnir á Spáni sent fleiri viðbragðsaðila á svæðið.

Staðfest hefur verið að 217 hafi týnt lífi í flóðunum og langflestir í héraðinu, eða 214. Ríkislögreglan á Spáni er með leitarhunda og dróna til að aðstoða við leit að fólki sem gæti verið fast á svæðum sem erfitt er að ná til.

Á meðan Fil­ipp­us Spán­ar­kon­ung­ur heimsótti bæinn Paiporta sem er illa leikinn eftir flóðin hélt Ángel Torres innviðaráðherra blaðamannafund í Madríd. Hann neitaði að gefa upp neinar tölur um fjölda þeirra sem enn er saknað. Talið er að 60 manns hafi farist í Paiporta.

Tugir manna eru enn ófundnir og um 3.000 heimili eru enn án rafmagns að sögn embættismanna.

Flóðin á Spáni eru þau mannskæðustu frá árinu 1967 en það ár létust 500 í miklum flóðum í Portúgal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka