Úkraínsk kona frá borginni Sloviansk í suðurhluta landsins hefur verið dæmd í 15 ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað rússneska herinn í árásum í landinu.
Embætti ríkissaksóknara í Kænugarði hefur sagt að konan hafi miðlað upplýsingum um úkraínskt herlið til kunningja síns í rússneska hernum í mars og apríl á þessu ári.
Í yfirlýsingu frá embættinu segir að hún hafi sérstaklega gefið upplýsingar um hvar úkraínskar hersveitir væru staðsettar í borginni Sloviansk og hvar eftirlitsstöðvar hersveitanna væri að finna.
Kemur einnig fram í yfirlýsingunni að nokkur þúsund sambærileg mál séu nú til skoðunar, þar sem grunur er um að Úkraínumenn hafi aðstoðað rússneska herinn, frá innrás hans í febrúar 2022.