Leita manna í bílastæðahúsum

Viðbragðsaðilar á Spáni beina sjónum sínum að bílastæðahúsum eftir hamfaraflóðið í Valensíahéraði í síðustu viku. Talið er að starfsfólk og viðskiptavinir Aldaia-verslunarmiðstöðvarinnar hafi leitað sér skjóls í bílastæðahúsi miðstöðvarinnar.

Lögreglan hefur engan fundið eftir leit í fimmtíu bifreiðum en segir að enn eigi eftir að skoða meginþorra bifreiðanna, margar í kafi.

Hið minnsta 217 manns hafa látið lífið í Valensíuhéraði sökum hamfaraflóðsins.

BBC greinir frá.

Á sama tíma hefur spænska veðurstofan gefið út rauða viðvörun í norðausturhluta Katalóníuhéraðs vegna úrhellisrigningar. Myndir sýna götur höfuðborgar héraðsins, Barselóna, á kafi.

Vatn flæðir inn á El Prat, flugvöll borgarinnar, og búið er að aflýsa liðlega sextíu flugferðum til og frá flugvellinum.

Mynd sýnir bíl í kafi í úthverfi Barselóna. Búið er …
Mynd sýnir bíl í kafi í úthverfi Barselóna. Búið er að gefa út rauða viðvörun sökum úrhellisrigningar í norðausturhluta landsins. AFP/Josep Lago
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert