Hnífjafnt á lokametrunum

Harris og Trump á samsettri mynd.
Harris og Trump á samsettri mynd. AFP/Angela Weiss og Kamil Krzaczynski

Margir af helstu sérfræðingum Bandaríkjanna þegar kemur að forsetakosningunum þar í landi hafa sent frá sér lokaspár sínar.

Á samfélagsmiðlinum X má finna samantekt yfir þær. Sérfræðingarnir virðast sammála um að mjótt verði á munum þegar kemur að fjölda kjörmanna en hallast þó frekar að sigri Kamölu Harris, frambjóðanda Demókrataflokksins.

Einn sérfræðingur til viðbótar, Frank Luntz, minnist í sinni færslu á spá eins sérfræðingsins á listanum, Nate Silver, þar sem Kamala Harris er sögð eiga 50,015% líkur á því að vinna kosningarnar. Telur Luntz alveg eins hægt að kasta upp á hvort hún eða Donald Trump, frambjóðandi repúblikana, beri sigur úr býtum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert