Margir af helstu sérfræðingum Bandaríkjanna þegar kemur að forsetakosningunum þar í landi hafa sent frá sér lokaspár sínar.
Á samfélagsmiðlinum X má finna samantekt yfir þær. Sérfræðingarnir virðast sammála um að mjótt verði á munum þegar kemur að fjölda kjörmanna en hallast þó frekar að sigri Kamölu Harris, frambjóðanda Demókrataflokksins.
🇺🇲 10 Final Presidential Election Forecasts@FiveThirtyEight
— InteractivePolls (@IAPolls2022) November 5, 2024
🟦 Harris: 270 🏆
🟥 Trump: 268
——@NateSilver538
🟦 Harris: 271 🏆
🟥 Trump: 267
——@DecisionDeskHQ
🟥 Trump: 275 🏆
🟦 Harris: 263
——
Sabato’s Crystal Ball
🟦 Harris: 276 🏆
🟥 Trump: 262
——@TheEconomist
🟦…
Einn sérfræðingur til viðbótar, Frank Luntz, minnist í sinni færslu á spá eins sérfræðingsins á listanum, Nate Silver, þar sem Kamala Harris er sögð eiga 50,015% líkur á því að vinna kosningarnar. Telur Luntz alveg eins hægt að kasta upp á hvort hún eða Donald Trump, frambjóðandi repúblikana, beri sigur úr býtum.
The final @NateSilver538 forecast gives Kamala Harris a 50.015% chance of winning #Election2024.
— Frank Luntz (@FrankLuntz) November 5, 2024
Chances no greater than a coin-flip. https://t.co/WrQ76kxh5W