Jafnt á fyrstu tölum í Bandaríkjunum

Hefð er fyrir því að íbúar í Dixville Notch greiði …
Hefð er fyrir því að íbúar í Dixville Notch greiði atkvæði á undan öðrum. AFP/Scott Eisen/Getty Images

Fyrstu kjósendurnir í bandarísku forsetakosningunum hafa greitt atkvæði í smáþorpinu Dixville Notch í New Hamsphire-ríki. Atkvæði féllu jafnt á milli Donalds Trumps og Kamillu Harris, eða þrjú atkvæði hvor.

Hefur sú venja skapast að þorpsbúar greiða atkvæði á miðnætti eða nokkrum klukkustundum áður en öðrum kjósendum gefst kostur á því.

Niðurstöðu forsetakosninganna er beðið með eftirvæntingu. Hlutbréfavísitala í Evópu féll um 0,17% við opnun markaða í dag. 

Þá bíða Úkraínumenn milli vonar og ótta eftir niðurstöðunni. Fastlega er búist harkalegum niðurskurði á stuðningi til Úkraínumanna ef Trump hefur sigur. 

Kamala Harris hefur lofað áframhaldandi stuðningi við Úkraínu en jafnvel þótt hún beri sigur úr býtum er talið að það gæti reynst henni snúið að koma stórum fjármögnunarpakka í gegnum þingið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert