Óttast takmarkanir á aðgengi að þungunarrofi

Robert Hankel, stuðningsmaður Harris, segir að ekki megi leyfa Trump …
Robert Hankel, stuðningsmaður Harris, segir að ekki megi leyfa Trump að koma nálægt embættinu að nýju. mbl.is/Hermann Nökkvi

Stuðningsmaður Kamölu Harris kveðst styðja hana vegna stefnumála hennar sem hann segir vera betri en stefnumál Donald Trumps. Hann hefur áhyggjur af því að komi til sigurs Trumps verði aðgengi að þungunarrofi takmarkað.

Blaðamaður mbl.is ræddi við Robert Hankel á kjörstað í Doylestown í Bucks-sýslu, mikilvægri sýslu í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna.

Megi ekki koma nálægt embættinu 

Löng röð leiddi að kjörstaðnum fyrr í dag og var kjörsókn mikil að sögn starfsmanna. Svo virðist sem hlutfall kjósenda repúblikana og kjósenda demókrata sé svipað á kjörstaðnum.

Spurður hvers vegna hann hyggst kjósa Kamölu Harris segist Robert styðja stefnumál hennar frekar er áherslumál Trumps og segir Trump vanhæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna og að ekki eigi að leyfa honum að koma nálægt embættinu að nýju.

„Þannig, sáttur, styð ég Harris og hlakka til að sjá hana vinna.“

mbl.is/Hermann Nökkvi

Jákvæður með fyrirvara 

Aðgengi að þungunarrofi er stórt kosningamál vestanhafs og hefur Robert áhyggjur af því að settar verði takmarkanir á aðgengi að þungunarrofi á landsvísu beri Trump sigur úr býtum.

„Ég trúi því að repúblikanaflokkurinn muni innleiða lögbann á þungunarrof í öllum fimmtíu ríkjunum, þannig ég vil klárlega koma í veg fyrir það.“

Pennsylvaníuríki er sveifluríki í kosningunum, það býr einnig að flestum kjörmönnum sveifluríkjanna og gegnir þannig veigamiklu hlutverki í úrslitum kosninganna.

Robert kveðst vera vongóður um að Harris verði næsti forseti Bandaríkjanna, en að það sé með fyrirvara.

mbl.is/Hermann Nökkvi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert