Starfsfólk Boeing sem hefur verið í verkfalli hefur samþykkt nýja tillögu um 38 prósenta launahækkun á næstu fjórum árum.
Verkfallið hefur staðið yfir undanfarnar sjö vikur og hefur kostað flugvélaframleiðandann milljarða dollara.
Verkalýðsfélög starfsmanna sögðust í gær hafa samþykkt nýju tillöguna með 59% atkvæða eftir að hafa hafnað tveimur fyrri tillögum.
Þar með munu um 33 þúsund starfsmenn Boeing í Seattle í Bandaríkjunum snúa aftur til vinnu og hefja störf í tveimur stórum verksmiðjum þar sem flugvélar eru settar saman.