Flóðin á Spáni: Standa frammi fyrir gríðarlegum kostnaði

Tjónið varð gríðarlegt.
Tjónið varð gríðarlegt. AFP

Kostnaður vegna þeirrar eyðileggingar sem varð í flóðunum miklu á Spáni mun verða gríðarlega hár og leggjast á Valenciu-hérað og tryggingafélög. Yfir 210 létust í hamförunum sem gengu yfir í síðustu viku. 

Byggingar skemmdust, bifreiðar sópuðust í burtu, heilu akrarnir fóru á kaf, samgönguinnviðir urðu fyrir miklu tjóni sem og raforkukerfi í Valenciu-héraði. 

Mirenchu del Valle Schaan, talsmaður samtaka tryggingafélaga á Spáni (UNESPA), segir að Spánn standi nú frammi fyrir mestu hamförum í sögu landsins af völdum náttúruvár.

AFP

Fari yfir 10 milljarða evra

Celedonio Villamayor, framkvæmdastjóri samtakanna CCS, sem sér um að greiða út tryggingar vegna náttúruhamfara, segir að það sé of snemmt að segja til um heildarkostnaðinn, en hann verið án efa gríðarlegar hár. 

Jose Vicente Morata, framkvæmdastjóri spænska viðskiptaráðsins, segir að reikningurinn verði hærri en sem nemur 10 milljörðum evra, sem nemur um 1.490 milljörðum kr. 

Til samanburðar nam kostnaður vegna flóða sem urðu í júlí 2021, þ.e. í Þýskalandi, Belgíu, Frakklandi, Austurríki og í Hollandi, um 43 milljörðum evra að sögn svissneska tryggingafélagsins Swiss Re. Það samsvarar um 6.400 milljörðum kr.

AFP

250 milljóna evra aðgerðapakki

Ljóst þykir að þetta muni reyna á fjármál héraðsins, sem hefur þurft að draga úr útgjöldin í takti við nýjar reglur Evrópusambandsins um opinber útgjöld.

Héraðsstjórnin hefur þegar lagt til 250 milljóna evra björgunarpakka, sem nemur um 37 milljörðum kr., auk þess að veita fyrirtækjum skattaafslátt og bætur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka