Vita ekki hvað Trump er að tala um

Donald Trump á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum.
Donald Trump á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum. AFP

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, fullyrti á miðli sínum fyrr í kvöld að orðrómur um mikið svindl í Philadelphiu væri á sveimi og að von væri á löggæslu til að bregðast við.

Hefur nú lögreglan í borginni tjáð sig við CNN þar sem hún segist ekki vera meðvituð um hvað Trump eigi við með færslu sinni og að hún viti ekki af neinum vandræðum með atkvæðagreiðsluna sem þarfnist viðbragða lögreglu.

Þá greinir miðillinn frá því að Trump hafi um árabil verið með fullyrðingar um kosningasvindl í borginni.

Endurtók hann slíkar fullyrðingar fyrr í haust þegar hann sagði á viðburði í Pennsylvaníuríki að svindlað væri í ríkinu, þá sérstaklega í stórborginni Philadelphiu.

Mikil kjörsókn er í borginni og kann hún vel að fara fram úr kjörsókninni árið 2020, þegar Biden fór með sigur af hólmi í ríkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert