Fleiri fjölmiðlar lýsa yfir sigri Trumps

Donald Trump og Melania Trump.
Donald Trump og Melania Trump. AFP/Jim Watson

CNN, ABC og fleiri bandarískir fjölmiðlar hafa nú lýst yfir sigri Donalds Trumps í forsetakosningunum í landinu.

Trump hefur tryggt sér 279 kjörmenn á meðan andstæðingur hans Kamala Harris hefur tryggt sér 223, að sögn ABC. Ná þarf 270 kjörmönnum til að bera sigur úr býtum. 

Áður hafði sjónvarpsstöðin Fox lýst yfir sigri Trumps. 

Bandarískir fjölmiðlar hafa lýst Trump sem sigurvega í meira en helmingi bandarísku ríkjanna 50, þar á meðal í fjórum sveifluríkjum, eða Georgíu, Norður-Karólínu, Pennsylvaníu og Wisconsin. Þrjú þessara ríkja kusu demókratann Joe Biden í síðustu forsetakosningum.

Trump-hjónin í Flórídaríki í morgun.
Trump-hjónin í Flórídaríki í morgun. AFP/Chip Somodevilla

Annar í sögunni

Trump er aðeins annar forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að verða kjörinn tvisvar til að gegna embættinu án þess að kjörtímabilin séu samliggjandi.

Grover Cleveland gerði það einnig en hann var forseti árin 1885 til 1889 og svo aftur árin 1893 til 1897.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka