Varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandinn Kamala Harris hefur óskað nýkjörnum forseta landsins, Donald Trump, til hamingju með sigurinn símleiðis.
BBC greindi frá.
Harris var framboðsefni demókrata en ljóst varð í dag að Trump hafði betur gegn henni. Hefði Harris orðið fyrsta konan til að gegna embættinu hefði hún unnið kosningarnar.
Í símtali sínu við Trump lagði Harris áherslu á friðsamleg valdaskipti í janúar og mikilvægi þess að vera forseti allra Bandaríkjamanna.
Búist er við að Harris ávarpi almenning frá Howard-háskóla síðar í dag en hún útskrifaðist sjálf frá háskólanum árið 1986.