Kannanir nákvæmari en fyrir fjórum árum

Trump ásamt konu sinni Melaniu Trump í morgun.
Trump ásamt konu sinni Melaniu Trump í morgun. AFP/Jim Watson

Don­ald Trump, ný­kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna, var ör­lítið van­met­inn í skoðana­könn­un­um fyr­ir kosn­ing­arn­ar en þær reynd­ust vera tals­vert ná­kvæm­ari en fyr­ir fjór­um árum. 

Þetta seg­ir Haf­steinn Birg­ir Ein­ars­son, nýdoktor við stjórn­mála­fræðideild Há­skóla Íslands, í sam­tali við mbl.is.

„Þær [skoðanakann­an­ir] eru um­tals­vert betri en þær voru fyr­ir fjór­um árum. Skoðanakann­an­ir geta aldrei spáð ná­kvæm­lega um kosn­inga­úr­slit­in,“ seg­ir Haf­steinn og tel­ur að skoðana­könn­un­ar­fyr­ir­tæk­in þurfi ekki að fara í gagn­gera end­ur­skoðun eins og eft­ir síðustu kosn­ing­ar. 

Van­met­inn í tvígang

Í kosn­ing­un­um 2016 og 2020 var fylgi Trumps van­metið í skoðana­könn­un­um. Árið 2016 var Hillary Cl­int­on spáð ör­ugg­um sigri en dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar spáði FiveT­hirtyEig­ht að 71.4% lík­ur væru á því að Cl­int­on tæki sig­ur­inn, en svo var ekki og bar Trump sig­ur úr být­um. 

Hafsteinn Einarsson, nýdoktor við Stjórnmálafræðideild HÍ.
Haf­steinn Ein­ars­son, nýdoktor við Stjórn­mála­fræðideild HÍ. Ljós­mynd/​Aðsend

Svipaða sögu má segja af kosn­ing­un­um 2020 en þá var talið að Joe Biden ætti ör­ugg­an sig­ur fyr­ir stafni en tals­vert minna var á milli þeirra en skoðanakann­an­ir höfðu spáð um.

Haf­steinn seg­ir að það sé alltaf erfitt að spá fyr­ir um hvaða hóp­ur mæt­ir á kjörstað en að Trump hafi sér­stak­lega gott lag á því að fá óvirka kjós­end­ur til þess að mæta á kjörstað til þess að kjósa hann. 

Jók fylgi sitt meðal minni­hluta­hópa

Trump bætti tals­vert við fylgi sitt frá síðustu kosn­ing­um en hann jók fylgi sitt á meðal minni­hluta­hópa tals­vert og þá sér­stak­lega á meðal kjós­enda af rómönsk­um upp­runa (e. lat­ino). 

Haf­steinn rek­ur þessa fylgisaukn­ingu til verðbólgu­tíma og að erfitt sé fyr­ir sitj­andi stjórn­völd að hljóta end­ur­kjör þegar efna­hags­ástandið hef­ur verið erfitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka