Segist hafa skráð nafn sitt á spjöld sögunnar

Donald Trump segist hafa skráð nafn sitt á spjöld sögunnar með því að hafa verið kjörinn nýr forseti Bandaríkjanna.

Áður hafði sjónvarpsstöðin Fox News lýst yfir sigri Trumps í kosningunum. 

„Þetta er magnaður sigur fyrir bandarísku þjóðina sem verður til þess að Bandaríkin verða frábær aftur,“ sagði Trump í Flórída-ríki.  

Í langri ræðu sinni kvaðst hafa unnið pólitískan sigur sem aldrei áður hefði sést í sögu Bandaríkjanna.

„Við munum eiga frábær fjögur ár og snúa landinu við og gera eitthvað sérstakt,“ sagði Trump í ræðu sinni. 

„Við munum girða landamærin af,“ sagði hann jafnframt og lofaði því að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur kæmu til Bandaríkjanna.

Donald Trump flytur ræðu sína í Flórída.
Donald Trump flytur ræðu sína í Flórída. AFP/Jim Watson

„Við ætlum að hjálpa þjóðinni við að græða sárin, við ætlum að hjálpa þjóðinni okkar að græða sárin. Þjóðin þarf á hjálp að halda og hún þarf sárlega á henni að halda,“ sagði Trump einnig og minntist í ræðu sinni á auðjöfurinn Elon Musk og kylfinginn Bryson DeChambeau. Steig sá síðarnefndi upp á svið til hans.

Trump ásamt konu sinni Melaniu Trump og syni þeirra Barron …
Trump ásamt konu sinni Melaniu Trump og syni þeirra Barron Trump. AFP/Joe Raedle

Öruggari, ríkari og sterkari

Trump sagði marga hafa sagt honum að ástæða væri fyrir því að guð hefði hlíft honum eftir að honum var sýnt banatilræði. Hann sagði Bandaríkin verða öruggari, ríkari og sterkari en nokkru sinni fyrr og sagði um sigur lýðræðisins að ræða. Hann kvaðst ekki ætla í stríð heldur þess í stað stöðva stríð.

Donald Trump uppi á sviði í morgun.
Donald Trump uppi á sviði í morgun. AFP/Jim Watson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka