Svona er staðan í sveifluríkjunum

Samsett mynd af Trump og Harris.
Samsett mynd af Trump og Harris. AFP/Kamil Krzachzynski og Andrew Caballeru-Reynolds

Kannanir í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum virðast hafa verið sannspáar um að afar mjótt yrði á munum í sveifluríkjunum svokölluðu.

Úrslit kosninganna ráðast að öllum líkindum í þeim ríkjum, sem eru sjö talsins: Pennsylvanía, Michigan, Wisconsin, Norður-Karólína, Georgía, Arizona og Nevada.

Hvergi er talningu lokið og hafa fjölmiðlar vestanhafs ekki enn fullyrt um úrslit kosninganna í neinu sveifluríki.

Hallast að Trump

Tvö ríki eru þó farin að hallast að öðrum frambjóðandanum.

Trump leiðir með ágætu forskoti í Georgíu og Norður-Karólínu. Nú þegar búið er að telja 85% atkvæða í Georgíu leiðir Trump með 52% talinna atkvæða en Harris hefur þar fengið 48% atkvæða.

Í Norður-Karolínu leiðir hann með 52% talinna atkvæða en þar hafa 76% atkvæði verið talin. Harris er þar með 46% talinna atkvæða.

Harris leiðir í Pennsylvaníu

Munurinn er ekki mikill en hann er enn minni í hinum sveifluríkjunum.

Í Pennsylvaníu, sem margir telja að muni ráða úrslitum kosninganna á landsvísu, leiðir Harris með 51% talinna atkvæða, þegar talin hafa verið 54% atkvæða.

Í Wisconsin hafa verið talin 48% atkvæða. Trump leiðir þar með 49,7% töldum atkvæða gegn 48,8% atkvæðum Harris.

Harris leiðir með 49,7% talinna atkvæða gegn 48,6% atkvæðum Trumps. Þar hafa 22% atkvæði verið talin.

Arizona og Nevada

Í Arizona leiðir Harris með 49,9% talinna atkvæða gegn 49,3% atkvæða Trumps, þegar 51% atkvæða hafa verið talin. Talið er að þau atkvæði sem eftir eru í Arizona gætu verið hliðhollari Trump.

Ekki eru komnar tölur fyrir Nevada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert