Telur Trump hafa sigrað í fyrsta sveifluríkinu

Farið yfir kvittanir vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslna í Georgíu.
Farið yfir kvittanir vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslna í Georgíu. AFP

Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er með of mikið forskot, þegar litið er til talinna atkvæða í Georgíuríki, til að varaforsetinn Kamala Harris geti unnið það upp.

Þetta er mat Brads Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, sem tilkynnti þetta á blaðamannafundi rétt í þessu.

Þar með væri eitt sveifluríkjanna sjö fallið í skaut Trumps. Joe Biden Bandaríkjaforseti sigraði í ríkinu árið 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert