Trump nálgast 270 kjörmenn

Stuðningsmenn Trumps fagna í Wisconsin.
Stuðningsmenn Trumps fagna í Wisconsin. AFP/Alex Wroblewski

Donald Trump hefur tryggt sér 266 kjörmenn af þeim 270 sem hann þarf til að tryggja sér forsetaembættið í Bandaríkjunum.

Þar á meðal hefur því verið spáð að hann hafi borið sigur úr býtum í þremur sveifluríkjum, Georgíu, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu.

Kamala Harris hefur náð 218 kjörmönnum, þar á meðal í Kaliforníu, New York og höfuðborginni Washington.

Uppfært kl. 9.05:

Harris hefur núna náð 219 kjörmönnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka