Fimm á sjúkrahús og 62 handteknir í Amsterdam

Stuðningsmenn með palestínska fána taka þátt í mótmælagöngu til stuðnings …
Stuðningsmenn með palestínska fána taka þátt í mótmælagöngu til stuðnings Palestínu fyrir leikinn í gærkvöldi. AFP/Jeroen Jumelet

Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og 62 handteknir eftir átök sem brutust út í Amsterdam eftir fótboltaleik ísraelska liðsins Maccabi Tel-Aviv og Ajax í gærkvöldi.

„Þó nokkrar fréttir um atburði gærkvöldsins í Amsterdam hafa verið í umferð á samfélagsmiðlum,“ sagði lögreglan í Amsterdam í færslu á X.

Stuðningsmenn Maccabi veifuðu gulum fánum við hliðina á ísraelskum fánum …
Stuðningsmenn Maccabi veifuðu gulum fánum við hliðina á ísraelskum fánum á meðan á leiknum stóð. AFP/Robin van Lonkhuijsen

„Fram að þessu er vitað að fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og 62 einstaklingar hafa verið handteknir.“

Dick Schoof, for­sæt­is­ráðherra Hol­lands, og Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, hafa báðir for­dæmt árás­ir sem voru gerðar á ísraelska stuðningsmenn. 

Hollenskir lögreglumenn standa vörð eftir að átökin brutust út.
Hollenskir lögreglumenn standa vörð eftir að átökin brutust út. AFP/VLN Niews

„Ég fylgd­ist með hryll­ingi á um­fjöll­un um það sem gerðist í Amster­dam. Al­gjör­lega óá­sætt­an­leg­ar árás­ir á Ísra­ela,“ skrifaði Schoof á X og bætti við að hann hefði rætt við Net­anja­hú til að full­vissa hann um að „gerend­urn­ir verða elt­ir uppi og sótt­ir til saka“.

Stuðningsmaður veifar palestínska fánanum fyrir framan lögregluna fyrir leikinn.
Stuðningsmaður veifar palestínska fánanum fyrir framan lögregluna fyrir leikinn. AFP/Jeroen Jumelet
AFP/Jeroen Jumelet
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert