Þýsk stjórnvöld gefa lítið fyrir ummæli milljarðamæringsins Elon Musk sem sagði Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, vera kjána eftir að þriggja flokka stjórn hans féll.
Spurð út í ummælin sagði Christiane Hoffman, talskona ríkisstjórnarinnar, að á samfélagsmiðlum hefði fólk frelsi til að hegða sér eins og kjánar.
Olaf ist ein Narr https://t.co/Yye3DIeA17
— Elon Musk (@elonmusk) November 7, 2024
Musk er dyggur stuðningsmaður Donalds Trumps sem á dögunum var kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna, og studdi ríkulega við framboð hans.
Er hann nú sagður munu taka við hlutverki í næstu ríkisstjórn Trumps sem felur m.a. í sér endurskipulagningu ríkisreksturs.
Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem Musk hefur átt í orðaskiptum við þýska embættismenn. Á síðasta ári sagði hann að hægt væri að líta á fjárframlög þýsku ríkisstjórnina til þeirra sem sinna björgunarstörfum á Miðjarðarhafinu sem innrás á Ítalíu.