Hisbollah-samtökin segjast hafa gert flugskeytaárás á bækistöðvar ísraelska sjóhersins skammt frá borginni Haifa í morgun. Þetta er önnur árásin af þessum toga á innan við sólarhring.
Líbönsku samtökin, sem njóta stuðnings Írans, sögðust herstöðina Stella Maris hafa verið skotmarkið, norðvestur af Haifa „til að bregðast við árásum og fjöldamorðum ísraelska óvinarins“. Samtökin lýstu í gær yfir ábyrgð á annarri árás á sama svæði.
Í annarri tilkynningu sögðust þau jafnframt hafa gert flugskeytaárás á flugstöðina Ramat David, suðaustur af Haifa.
Ísraelar og Hisbollah hafa verið í stríði síðan seint í september.