Tvær árásir á ísraelska herstöð á sólarhring

Ísraelska borgin Haifa.
Ísraelska borgin Haifa. AFP/Ahmad Gharabli

His­bollah-sam­tök­in segj­ast hafa gert flug­skeyta­árás á bækistöðvar ísra­elska sjó­hers­ins skammt frá borg­inni Haifa í morg­un. Þetta er önn­ur árás­in af þess­um toga á inn­an við sól­ar­hring.

Líb­önsku sam­tök­in, sem njóta stuðnings Írans, sögðust her­stöðina Stella Mar­is hafa verið skot­markið, norðvest­ur af Haifa „til að bregðast við árás­um og fjölda­morðum ísra­elska óvin­ar­ins“. Sam­tök­in lýstu í gær yfir ábyrgð á ann­arri árás á sama svæði.

Í ann­arri til­kynn­ingu sögðust þau jafn­framt hafa gert flug­skeyta­árás á flug­stöðina Ramat Dav­id, suðaust­ur af Haifa.

Ísra­el­ar og His­bollah hafa verið í stríði síðan seint í sept­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert