Tíu létust og að minnsta kosti sjö til viðbótar særðust í skotárás sem var gerð á bar í borginni Queretaro í Mexíkó.
Að sögn yfirvalda hófu menn í jeppabifreið skothríð fyrir utan barinn.
Einn hefur verið handtekinn en kveikt var í bílnum á vettvangi.
Að minnsta kosti þrjár konur létust í árásinni sem er nú til rannsóknar.
Queretaro–borg í samnefndu héraði er talin vera ein af öruggustu borgum Mexíkó. Hún er um 200 kílómetrum frá Mexíkóborg.
Meira en 450 þúsund manns hafa verið myrtir í Mexíkó frá árinu 2006. Mestur hluti ofbeldis í ríkinu er tengdur eiturlyfjasmygli og glæpagengjum.