Ein umfangsmesta árás Rússa á einni nóttu

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því að Rússar hefðu skotið 145 drónum á Úkraínu í nótt. 

Að hans sögn er um umfangsmestu árás Rússa á einni nótt að ræða frá því að stríðið hófst. 

Í færslu á samfélagsmiðlum kallaði Selenskí eftir því að bandamenn Úkraínumanna aðstoðuðu þá við að styrkja loftvarnir landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka