Kanadískur unglingur með fuglaflensu

Náin samskipti við alifugla eru helsti áhættuþáttur fyrir að fá …
Náin samskipti við alifugla eru helsti áhættuþáttur fyrir að fá fuglaflensu. AFP

Unglingur í Bresku–Kólumbíu í Kanada hefur greinst með fuglaflensu. Þetta er fyrsta staðfesta tilfelli fuglaflensu í manni í Kanada.

Barnið er á sjúkrahúsi með H5-vírusinn, að sögn heilbrigðisyfirvalda í fylkinu. Smitrakning er í gangi.

Líklegt þykir að smitið sé til komið frá fugli eða öðru dýri.

„Þetta er sjaldgæfur atburður,“ sagði Bonnie Henry, heilbrigðisfulltrúi Bresku–Kólumbíu.

„Við erum að framkvæma ítarlega rannsókn til þess að skilja upptök smitsins hér í B.C.“

Áhyggjur af fjölgun

Fuglaflensu er oftast að finna í villtum fuglum og alifuglum en hefur nýlega greinst í spendýrum. Fyrr á þessu ári varð faraldur fuglaflensu í nautgripum í Bandaríkjunum.

Viss afbrigði fuglaflensu geta sýkt menn og valdið þeim sjúkdómi. Þetta er almennt mjög sjaldgæft en náin samskipti við alifugla eru helsti áhættuþáttur fyrir að fá fuglaflensu.

Vísindamenn hafa lýst yfir áhyggjum af vaxandi fjölda spendýra sem smitast af fuglaflensu, jafnvel þótt tilfellin í mönnum séu sjaldgæf.

Í september varð manneskja í Missouri–ríki fyrsta manneskjan til þess að greinast með veiruna í Bandaríkjunum án þess að hafa verið í kring­um sýkt dýr.

Fyrsta smitið greindist í Bandaríkjunum árið 2022 og hafa öll önnur tilfelli verið hjá bændum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert