Musk annar stjórnenda nýs ráðuneytis Trumps

Samsett mynd af Musk, Trump og Ramaswamy.
Samsett mynd af Musk, Trump og Ramaswamy. AFP

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur ráðið Elon Musk, ríkasta mann heims, og annan auðjöfur, Vivek Ramaswamy, til að stjórna nýju hagræðingarráðuneyti í landinu.

Í tilkynningu sagði Trump að þeir myndu leiða í sameiningu þetta nýja ráðuneyti og „veita ráð og leiðsögn utan frá ríkisstjórninni“.

Áður en forsetakosningarnar voru haldnar sagði Musk að þetta nýja ráðuneyti myndi skera niður tvær billjónir dollara frá núverandi fjárlögum.

Musk á kosningafundi Trumps.
Musk á kosningafundi Trumps. AFP/Jim Watson

Musk, sem er eigandi Tesla, SpaceX og samfélagsmiðilsins X, studdi Trump í forsetakosningunum.

Ramaswamy, sem er repúblikani, bauð sig fram til embættis forseta fyrir nýafstaðnar kosningar en dró framboð sitt til baka.

Vivek Ramaswamy ásamt Trump.
Vivek Ramaswamy ásamt Trump. AFP/Timothy A. Clary
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka