The Guardian segir skilið við X

Talsmenn breska blaðsins segja að ókostirnir við að vera á …
Talsmenn breska blaðsins segja að ókostirnir við að vera á X, sem er í eigu Elon Musk, séu nú fleiri heldur en kostirnir. Samsett mynd/AFP

Breska dag­blaðið The Guar­di­an hef­ur ákveðið að hætta að birta eigið efni á sam­fé­lags­miðlin­um X, áður Twitter. Tals­menn blaðsins segja að X, sem er í eigu auðkýf­ings­ins Elon Musk, sé „eitraður miðill“ þar sem oft megi finna mjög vafa­samt efni. 

„Við telj­um að ókost­irn­ir við að vera á X séu nú fleiri en kost­irn­ir,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem blaðið hef­ur birt á vef sín­um. Betra sé að horfa nú annað með kynn­ingu á þeirra efni. The Guar­di­an er með um 11 millj­ón­ir fylgj­enda á X. 

Ras­ismi og öfg­ar

„Þetta er eitt­hvað sem við höf­um verið að íhuga lengi í ljósi þess vafa­sama efn­is sem birt­ist eða er hægt að finna á miðlin­um, þar á meðal sam­særis­kenn­ing­ar hægriöfga­manna og ras­isma,“ seg­ir jafn­framt í yf­ir­lýs­ing­unni The Guar­di­an, sem er vinst­ris­innað blað. 

„Banda­rísku for­seta­kosn­ing­arn­ar und­ir­strikuðu aðeins það sem við höf­um hugsað í lang­an tíma; að X er eitraður miðill og að eig­anda hans, Elon Musk, hafi tek­ist að beita áhrif­um sín­um til að hafa áhrif á póli­tíska umræðu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert