Heilbrigðisráðherra Trump með efasemdir um bólusetningar

Robert F. Kennedy yngri.
Robert F. Kennedy yngri. AFP

Don­ald Trump, til­von­andi og fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, hyggst skipa Robert F. Kenn­e­dy yngri, fyrr­um mót­fram­bjóðanda sinn, í stöðu heil­brigðisráðherra.

„Of lengi hafa Banda­ríkja­menn verið niður­barðir af mat­vælaiðnaðinum og lyfja­fyr­ir­tækj­um sem hafa beitt blekk­ingu, dreift fals­upp­lýs­ing­um og rang­færsl­um þegar kem­ur að lýðheilsu,“ sagði Trump í yf­ir­lýs­ingu.

Kvaðst hann ánægður með val sitt á Kenn­e­dy sem hann væri full­viss um að myndi „gera Banda­rík­in heilsu­hraust á ný.“

Kennedy lýsti yfir stuðningi við Trump í ágúst, en áður …
Kenn­e­dy lýsti yfir stuðningi við Trump í ág­úst, en áður var hann sjálf­ur í for­setafram­boði sem óháður fram­bjóðandi. AFP

Með orm í heil­an­um

Kenn­e­dy er úr einni þekkt­ustu demó­krata­fjöl­skyld­um Banda­ríkj­anna en hann er son­ur Robert F. Kenn­e­dy eldri, dóms­málaráðherra og öld­unga­deild­arþing­manns, og bróður­son­ur fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, John F. Kenn­e­dys heit­ins.

Bauð hann sig sjálf­ur fram til embætt­is for­seta sem óháður fram­bjóðandi en lýsti yfir stuðningi við Trump í ág­úst. Kenn­e­dy er um­hverf­is­lög­fræðing­ur að mennt og er þekkt­ur fyr­ir um­deild­ar skoðanir sín­ar og efa­semd­ir um bólu­setn­ing­ar.

Er Kenn­e­dy einnig þekkt­ur fyr­ir ýms­ar furðuleg­ar sög­ur af sjálf­um sér en til að mynda birti hann tíst á sam­fé­lags­miðlin­um X þar sem hann sagði lækna hafa fundið orm í heil­an­um á sér.

Þá blöskraði mörg­um frá­sögn hans af því að hafa sagað höfuðið af strönduðum hval með vél­sög og fyr­ir að hafa fleygt hræi bjarnsunga í Central Park í New York, eft­ir að ung­inn hafði orðið fyr­ir bíl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka