Íslensk erfðagreining áfrýjar dómnum

Íslensk erfðagreining mun áfrýja dómi Landsréttar.
Íslensk erfðagreining mun áfrýja dómi Landsréttar. Ljósmynd/Aðsend

Íslensk erfðagreining mun áfrýja dómi Landsréttar frá því í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu nú á tólfta tímanum. 

Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars á síðasta ári og sýknaði Persónuvernd af kröfu Íslenskrar erfðagreiningar um að ákvörðun Persónuverndar yrði felld úr gildi.

Hafði Persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að Íslensk erfðagreining hefði brotið gegn persónuverndarlögum í þremur málum sem vörðuðu notkun blóðsýna Covid-19-sjúklinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert