Lést í sprengingu við hús Hæstaréttar

Lík mannsins á götunni fyrir utan Hæstarétt Brasilíu.
Lík mannsins á götunni fyrir utan Hæstarétt Brasilíu. AFP

Maður sem hafði í fórum sínum sprengiefni lést þegar hann reyndi að komast inn í hús Hæstaréttar Brasilíu í því sem virtist vera sjálfsvíg, að sögn embættismanna.

Celina Leao, ríkisstjóri Brasilíu-héraðs, segir að maðurinn hafi reynt að komast inn í hús Hæstaréttar. Honum hafi ekki tekist það en sprengja hafi sprungið við innganginn. Hún segir að fyrstu vísbendingar eru að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Lík mannsins fannst fyrir utan hús Hæstaréttar.

Um tvær sprengingar voru að ræða. Önnur sprakk í bíl sem staðsett var á torginu fyrir utan hæstaréttinn en hin sprakk í inngangi hússins þar sem maðurinn lést. Engan starfsmann Hæstaréttar sakaði í sprengingunni.

Hús Hæstaréttar stendur við Praca de los Tres Poderes í höfuðborginni Brasilíu. Þar er einnig þinghús landsins og forsetahöllin. Að sögn talsmann forsetans Luiz Inacio Lula da Silva var hann ekki í höllinni þegar sprengingarnar áttu sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert