Sænskt stjórnvald gagnrýnir auglýst kvensköp

Auglýsingin sem olli hugarangri vegfarenda.
Auglýsingin sem olli hugarangri vegfarenda. Ljósmynd/X

Sænskt fyrirtæki, Elexir Pharma, sem framleiðir vítamín og heilsuvörur hefur fengið á sig harða gagnrýni frá umboðsmanni auglýsinga (Reklamombudsman) fyrir að notast við grófa enska orðnotkun í einni auglýsinga sinna.

Auglýsingin birtist á veggskiltum sem staðsett eru á tveimur fjölsóttustu lestarstöðvunum í Stokkhólmi.

Er allt í rugli þarna niðri?

Víkur auglýsingin að heilsu píkunnar og á skiltinu er stendur skrifað á sænsku þar sem „er allt í rugli þarna niðri“ og er þar einnig mynd af konu í háum hælum sem er með nærfatnað girtan niður að kálfum. Fyrir neðan sænska textann stendur svo á enskri tungu „You can c*unt on us.“

Er sagt í niðurstöðu umboðsmanns að í auglýsingunni sé vísað til kvenskapa með niðrandi hætti en gjarnan er gripið til orðsins á enskri tungu þegar einstaklingi er niðri fyrir.

Umboðsmanni barst fjöldi kvartana vegna orða auglýsingarinnar og var það viðkvæði kvartenda að orðalagið væri eins niðrandi fyrir konur og hægt væri.

Ekki eins gildishlaðið og í Bretlandi 

Elexir Pharma varðist ásökununum og sagði í yfirlýsingu að auglýsingin væri sett fram svona með meðvituðum hætti til þess að reyna að vinda ofan af neikvæðri merkingu æxlunarfæra kvenna.

Þá segir fyrirtækið að orðið sem um ræðir, og birtist í auglýsingunni sem c*unt, sé ekki eins gildishlaðið í Svíþjóð og í Bretlandi t.a.m. Þá var bent á það að hið umdeilda orð væri á stundum notað sem tákn um sterkar konur í baráttu þeirra við menningu feðraveldisins.

The Local segir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert