Lögðu hald á fjögur tonn af kókaíni við Kanaríeyjar

15 manns voru handteknir í tengslum við málið.
15 manns voru handteknir í tengslum við málið. AFP/Jorge Guerrero

Yfirvöld á Spáni lögðu hald á fjögur tonn af kókaíni í fiskibát við Kanaríeyjar í dag. Fimmtán manns voru handteknir í tengslum við málið. 

Aðgerð lögreglunnar kom til vegna ábendingar frá bandarísku fíkniefnalögreglunni þess efnis að glæpasamtök væru að undirbúa innflutning á „miklu magni af kókaíni“. 

Fiskibáturinn kom frá Panama en yfirvöld þar höfðu nýverið afnumið veiðileyfi bátsins vegna „alvarlegra brota“. Spænska lögreglan hafði þegar verið með eftirlit með bátnum. 

Mikið af fíkniefnainnflutning

Spánn er helsti innflutningsstaður fíkniefna til Evrópu vegna náinna tengsla þeirra við fyrrum nýlendur í Rómönsku Ameríku og nálægðar þeirra við Marokkó sem framleiðir talsvert magn af kannabis. 

Spænska lögreglan fór í nokkrar aðgerðir í síðasta mánuði þar sem lagt var hald á mikið magn af kókaíni. Meðal annars lagði hún hald á 13 tonn af kókaíni í suðurhöfninni í Algeciras. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert