Jarðskjálfti af stærðinni 6,6 reið yfir austurströnd Papúa Nýju-Gíneu í morgun og að sögn jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna átti skjálftinn upptök á 51 kílómetra dýpi rúmum 120 kílómetrum frá bænum Kokopo.
Hamfarastofnun landsins er að meta skemmdir en engar flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í kjölfar jarðskjálftans. Jarðskjálftar eru algengir í Papúa Nýju-Gíneu sem situr á svonefndum eldhrygg á Kyrrahafssvæðinu.
Vernon Gash, starfsmaður hótels í bænum Kokopo sagði í viðtali við AFP-fréttastofuna að skjálftinn hafi verið nokkuð harður og hafi staðið yfir í um eina mínútu.
Við erum vön þessu, þetta er alltaf að gerast,“ sagði Gash og bætti við að engar skemmdir hafi orðið á hótelinu.
Þó svo að jarðskjálftar valdi ekki víðtæku tjóni í strjálbýlum geta þeir komið af stað hættulegum skriðuföllum.