Segir að stríðinu verði að ljúka

Donald Trump og leikarinn Sylvester Stallone á fundinum á Mar-a-Lago …
Donald Trump og leikarinn Sylvester Stallone á fundinum á Mar-a-Lago í gærkvöld. JOE RAEDLE

Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, sagði á hátíðarfundi á Mar-a-Lago í Flórida í gærkvöld að stríðið milli Rússlands og Úkraínu verði að ljúka og það verði forgangsatriði þegar hann tekur við völdum í Hvíta húsinu í janúar.

Trump hefur ítrekað sagt að hann muni binda enda á átökin strax eftir að hann tekur við embætti, þó hann hafi ekki lýst nánar áætlun sinni um það.

Hann sagði við stuðningsmenn sína á fundinum að annað forgangsverkefni sín séu Mið-Austurlönd, hreinsa út spillt, brotið og misheppnað embættiskerfi og binda enda á kynferðislega limlestingu barna.

Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar.
Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert