Sjö Bretar voru handteknir á Suður–Spáni í dag fyrir eiturlyfjasmygl eftir að lögreglan lagði hald á 1,2 tonn af hassi.
Hópurinn er grunaður um að hafa starfað í Marbella, Fuengirola og Elche og flutt fíkniefnin með sendiferðabílum.
Sum efnanna voru falin í stórum plastkössum sem voru fullir af sandi.
Þá lagði lögregla hald á rúmlega 63 þúsund evrur í reiðufé, fimm fólksbíla og sendiferðabíl.
Bretarnir sjö eru í haldi lögreglu.