Frægur dansari féll fram af byggingu

Vladimír Shkljarov.
Vladimír Shkljarov. AFP

Rússneski ballettdansarinn Vladimír Shkljarov er látinn 39 ára að aldrei. Hann var einn fremsti karldansari Rússlands og naut vinsælda um allan heim. 

Shkljarov starfaði hjá Mariínskíj-leikhúsinu í Pétursborg, en félagið greindi frá andláti hans um helgina. 

Fram kemur í rússneskum fjölmiðlum að lögreglan rannsaki nú hvernig andlát hans bar að.

Talsmenn Maríínskíj greindu fjölmiðlum frá því að Shkljarov hefði fallið fram af fimmtu hæð byggingar í Pétursborg undir áhrifum verkjalyfja, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. 

„Þetta er gríðarmikill missir, ekki einvörðungu fyrir starfsfólk leikhússins, heldur fyrir nútímaballett eins og hann leggur sig,“ sagði leikhúsið í yfirlýsingu. 

Kom fram á þekktustu sviðum heims

Shkljarov var kvæntur dansaranum Maríu Shkljarov og eignuðust þau tvö börn. 

Shkljarov starfaði hjá Mariínskíj í 20 ár og tók þátt í fjölmörgum frægum uppfærslum, m.a. uppsetningu á Svanavatninu, Don Kíkóta og Rómeó og Júlíu. 

Hann kom fram víða um heim á mörgum þekkustu sviðum dansheimsins, m.a. í Konunglega óperuhúsinu í Lundúnum og í Metropolitan-óperunni í New York. 

Þá hlaut hann fjölmörg verðlaun, en hann var t.a.m. útnefndur heiðurslistamaður Rússlands árið 2020. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka