Skólum lokað í Beirút

Kona gengur fram hjá lokuðum skóla í Beirút í morgun.
Kona gengur fram hjá lokuðum skóla í Beirút í morgun. AFP/Anwar Amro

Skól­um var lokað í Beirút í morg­un eft­ir að sex voru drepn­ir í flug­skeyta­árás­um Ísra­ela á líb­önsku höfuðborg­ina í gær, þar á meðal talsmaður His­bollah-sam­tak­anna.

Flug­skeyt­um var skotið á þétt­býl svæði miðsvæðis í Beirút.

Að sögn heil­brigðisráðuneyt­is Líb­anons voru sex drepn­ir, þar á meðal Mohammed Afif, talsmaður His­bollah.

Fólk sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín borðar morgunmat …
Fólk sem hef­ur þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín borðar morg­un­mat á skóla­lóð í borg­inni Sidon í suður­hluta Líb­anons í gær. AFP/​Mahmoud Zayyat

Stríðið hef­ur haft mik­il áhrif á börn og ungt fólk í Líb­anon þar sem skól­um víðs veg­ar um landið hef­ur verið breytt í skjól fyr­ir þá sem hafa misst heim­il­in sín.

Ísra­el­ar hófu hernað gegn Líb­anon seint í sept­em­ber, næst­um ári eft­ir að stríðið á Gasa­svæðinu hófst í kjöl­far árás­ar Ham­as á Ísra­el 7. októ­ber í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert