Kanadísk yfirvöld komu nýverið í veg fyrir meint áform Írana um að ráða af dögum Irwin Cotler, fyrrverandi dómsmálaráðherra Kanada, sem hefur gagnrýnt írönsk stjórnvöld harðlega.
Mannréttindasamtök Cotlers greindu frá þessu í gær.
Cotler, sem er 84 ára, hætti í stjórnmálum árið 2015 en hefur síðan þá tengst ýmsum samtökum sem hafa barist fyrir mannréttindum víðs vegar um heiminn.
Dagblaðið The Globe and Maild greindi frá því að hann hefði verið látinn vita þann 26. október af yfirvofandi ógn á næstu tveimur sólarhringum, þ.e. að íranskir njósnarar ætluðu að ráða hann af dögum.
Yfirvöld höfðu upp á tveimur mönnum, sem eru grunaðir um áformin, að sögn blaðsins, og handtóku þá.