Sjötta tilraunaflug Starship, geimskips geimvísindafyrirtækisins SpaceX, hefst innan skamms. Áætlað er að skjóta geimskipinu á loft um klukkan tíu að íslenskum tíma.
Hægt er að fylgjast með flugtaki Starship í beinni hér:
Watch Starship's sixth flight test → https://t.co/oIFc3u9laE https://t.co/acpdO2brbP
— SpaceX (@SpaceX) November 16, 2024
Starfsmönnum SpaceX tókst í síðasta mánuði að grípa hluta úr eldflaug í öruggum faðmi svotilgerðra vélarma.
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur boðað komu sína til rannsóknarstofu SpaceX í Boca Chica í Texas til að fylgjast með.
Sonur Trumps, Donald Jr., og öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz eru með Trump í för.
Trump hefur útnefnt Elon Musk, eiganda SpaceX, til að stjórna nýju hagræðingarráðuneyti Bandaríkjanna.
I’m heading to the Great State of Texas to watch the launch of the largest object ever to be elevated, not only to Space, but simply by lifting off the ground. Good luck to @ElonMusk and the Great Patriots involved in this incredible project! https://t.co/UVpVSkpEyu
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2024
Musk segir tilraunaflugið hafa fjórar megináherslur. Það er að prufukeyra vél geimskipsins og hvort hægt verði að endurræsa hana í miðju flugi, að framkvæma sýnilegri lendingu í hafinu að degi til, að láta reyna á, enn frekar, getu vélarmanna til að grípa hluta úr eldflauginni og að framkvæma hraðara og ákafara flug á leið geimskipsins aftur inn fyrir lofthjúp jarðar.
„Svo eru þúsund aðrar breytingar sem við erum að láta reyna á,“ sagði Musk.
Áætlað er að vélarmarnir muni grípa hluta eldflaugarinnar liðlega tíu mínútum eftir að geimskipinu er hleypt af stað.
All systems and weather are looking good for today's flight test of Starship.
— SpaceX (@SpaceX) November 19, 2024
The live launch webcast on @X will go live ~40 minutes before liftoff, which is targeted for 4:00 p.m. CT → https://t.co/1xyLhQKE2N pic.twitter.com/lqy2CsL4vz