Danska lögreglan hefur undanfarna tvo sólarhringa gert mikla leit að barni sem talið er að mögulega hafi verið grafið í sláturhúsi í bænum Slagelse.
Umfangsmiklar leitaraðgerðir hafa staðið yfir síðan í gærmorgun en lögreglan hefur til þessa ekki gefið út um hvað málið snúist.
Danska ríkisútvarpið greinir frá.
Í dag sendi lögreglan frá sér tilkynningu þar sem hún tilkynnti bæjarbúum að óttast sé að kona þarfnist aðstoðar og að lögreglan þurfi að komast að því hvort að barn hafi verið grafið á svæðinu.
Óskar því lögreglan eftir upplýsingum frá bæjarbúum sem gætu leitt til konunnar.
Er þó ítrekað í tilkynningunni að enn sé margt í málinu mjög óljóst.